“…Auk þess er fjöldi gjörgaesluplássa takmarkaður á sama tíma og skurðaðgerðum vegna lungnakrabbameins hefur fjölgað, baeði vegna fjölgunar tilfella en einnig vegna þess að sífellt eldri og veikari sjúklingar eru teknir í aðgerð. 4,5,16 Einungis 10 sjúklingar (4%) þurftu að leggjast á gjörgaesludeild af vöknunardeild eða legudeild allt rannsóknartímabilið, sem verður að teljast lágt hlutfall. Í fjórum tilfellum var lágur blóð-þrýstingur ástaeða gjörgaesluinnlagnar en þrír þessara sjúklinga höfðu fengið utanbastsdeyfingu.…”