Ósaeðargúlpur í brjóstholshluta ósaeðar (thoracic aortic aneurysm) er tiltölulega sjaldgaefur sjúkdómur þar sem þvermál ósaeðar er aukið um að minnsta kosti 50% miðað við eðlilega vídd ósaeðar.1 Ný-gengi samkvaemt erlendum rannsóknum er talið vera á bilinu 6-10 tilfelli/100.000/ári. Sú staðreynd að flestir sjúklingar eru einkennalausir gerir nákvaemt mat á nýgengi erfiðara.2 Orsök gúlpmynd-unar í ósaeð er ekki að fullu þekkt en hrörnun á miðlagi hennar virðist vega þungt í sjúkdómsferlinu. Ójafnvaegi á myndun og niðurbroti millifrumuefnis veikir miðlag aeðaveggsins sem veldur þenslu og gúlpmyndun.3,4 Bandvefssjúkdómar eins og heilkenni Marfans eða heilkenni Ehler Danlos og tvíblöðku-ósaeðarloka auka líkur á myndun ósaeðargúlps. Háþrýstingur er einnig þekkt-ur áhaettuþáttur.5 Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós ýmis tengsl við ósaeðargúlpa og lýst hefur verið stökkbreytingum sem koma fram í fjölskyldum. Í heildina eru aettgengir ósaeðargúlpar taldir skýra um 20% sjúkdómstilfella. [6][7][8] Algengustu einkenni ósaeðargúlps eru brjóst-eða bakverkir og einkenni hjartabilunar þegar ósaeðarlokan er lek.9 Oftar en ekki eru sjúklingar þó án einnkenna og greinast fyrir tilviljun.Inngangur: Ósaeðargúlpur í brjóstholi er frekar sjaldgaefur sjúkdómur þar sem meðferð er flókin og fylgikvillar algengir. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur skurðaðgerða við ósaeðargúlpum á Íslandi með tilliti til snemmkominna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifunar, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 105 sjúklingum (meðal-aldur 60,7 ár, 69,5% karlar) sem gengust undir aðgerð vegna ósaeðar-gúlps í rishluta ósaeðar á Landspítala frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2014. Sjúklingar með áverka á ósaeð eða bráða ósaeðarflysjun (acute aortic dissection) voru útilokaðir. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru skráðar ýmsar klínískar breytur, aðgerðartengdir þaettir og fylgikvillar. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftir-fylgdartími 5,7 ár.Niðurstöður: Alls höfðu 52 sjúklingar (51,0%) tvíblöðku-ósaeðarloku og 10 (9,5%) höfðu fjölskyldusögu um ósaeðargúlp. Helmingur sjúklinga (50,5%) var einkennalaus. Algengasta tegund aðgerðar var ósaeðarrótarskipti með lífraenni loku. Tveir þriðju sjúklinga fengu fylgikvilla og voru þeir alvarlegir í 31,4% tilfella. Heilablóðfall greindist hjá tveimur sjúklingum (1,9%) en aðrir tveir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (1,9%). Lifun einu ári frá aðgerð var 95,1%, og var lifun karla betri en kvenna (97,2% á móti 90,4%, p=0,0012, log-rank próf) en 5 ára lifun var 90,3%. Ályktanir: Árangur skurðaðgerða við ósaeðargúlp í rishluta ósaeðar á Íslandi er sambaerilegur við erlendar rannsóknir. Fylgikvillar eru tíðir þótt tíðni heilablóðfalls sé lág, eins og 30 daga dánartíðni. Langtímalifun er góð, en lifun karla er betri en kvenna.Árangur aðgerða við ósaeðargúlp í rishluta ósaeðar á Íslandi