“…Brýnt er að skólaumhverfið í heild styðji markvisst við jákvaeða hegðun og líðan allra barna, allt starfsfólk skólans, faglaert sem ófaglaert, sé samstíga í samskiptum við nemendur og hvert við annað og fái naega þjálfun og reglulega handleiðslu (Anna María Frímannsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir, í prentun ;Elrod o.fl., 2022;McIntosh, 2023). Áhrifaríkar stuðningsaðferðir í skólaumhverfi fyrir börn með meiri stuðningsþarfir vegna hegðunar og líðanar eru til daemis "stimpla inn/stimpla út" (e. check-in/check-out) þar sem barnið hittir stuðningsaðila í upphafi og við lok skóladags til að fara yfir markmið og afrakstur dagsins (Hunter o.fl., 2014;Kladis o.fl., 2023;Wolfe o.fl., 2016), virknimat og einstaklingsmiðuð stuðningsáaetlun (Anna-Lind Pétursdóttir, 2017;Anna-Lind Pétursdóttir og Guðrún Björg Ragnarsdóttir, 2019;Goh og Bambara, 2012;Short og Vital, 2021), gjarnan samhliða sjónraenum stuðningi og skipulagi námsumhverfis (Bondy og Frost, 2001;Diamond, 2018) og stundum félagsfaernisögum (Greenway, 2018). Víðtaekt forvarnagildi svonefndra skólatengsla (e. school connectedness), það er að hvert barn finni að það skiptir starfsfólk skólans máli, því sé annt um það og það geti leitað til þess ef þörf krefur, er einnig vel þekkt (Marraccini og Brier, 2017;Marsh, 2018).…”