ÁgripMarkmið greinarinnar er að greina áhrif hönnunarþátta og einkenna sérfraeðistarfa á starfsánaegju meðal hjúkrunarfraeðinga, verkfraeðinga og stjórnenda hér á landi og gera samanburð á því hvað einkennir störf þessara þriggja sérfraeðistétta. Niðurstöður byggja á gögnum sem safnað var árið 2018 meðal einstaklinga í þremur ofangreindum sérfraeðistörfum og er heildarfjöldi svarenda 342 og svarhlutfallið 32%. Hönnun starfa var maeld í fjórum víddum. Þaer eru einkenni verkefna, einkenni þekkingar, félagsleg einkenni og samhengi starfs og alls 21 undirþaetti. Niðurstöður sýna jákvaett samband milli starfshönnunar og starfsánaegju, þar sem tengsl milli einkenna verkefna og starfsánaegju voru sterkust og skýra undirþaettir starfshönnunarlíkansins 35% af dreifni í starfsánaegju. Ekki greinist munur á almennri starfsánaegju þessara þriggja sérfraeðihópa en munur greinist á mati stjórnenda og hjúkrunarfraeðinga á einkennum verkefna og meta stjórnendur þau haerra en hjúkrunarfraeðingar. Verkfraeðingar og stjórnendur meta jafnframt félagsleg einkenni starfs síns og samhengi starfsins haerra en hjúkrunarfraeðingar á meðan hjúkrunarfraeðingar meta einkenni þekkingar haerra en verkfraeðingar. Þeir undirþaettir sem hafa mest áhrif á starfsánaegju ofangreindra sérfraeðinga eru fjölbreytni verkefna, endurgjöf frá öðrum, sjálfstaeð ákvarðanataka, vinnuaðstaeður og mikilvaegi starfs. Niðurstöður benda til þess að svigrúm sé til staðar til þess að baeta endurgjöf frá öðrum fyrir alla sérfraeðihópana þrjá. Þá megi baeta vinnuaðstaeður og sjálfstaeði í ákvörðunartöku hjá hjúkrunarfraeðingum og skapa sterkari upplifun á mikilvaegi starfsins meðal verkfraeðinga og stjórnenda.
AbstractThe aim of the article is to present the results of a research on job design and job satisfaction among nurses, engineers and managers in Iceland. The results are based on data collected among individuals in the above-mentioned expert jobs in 2018, and the total number of respondents is 342, with response rate of 32%. Job design was measured in four dimensions -task characteristics, knowledge characteristics, social characteristics and contextual characteristics and a total of