InngangurRannsóknir síðastliðinna 20 ára, baeði meðal manna og dýra, benda til þess að umhverfi fósturs í móðurkviði geti haft umtalsverð áhrif á heilsu afkvaemisins allt fram á fullorðinsár.1 Naeringarástand fyrir og á með-göngu getur ekki aðeins haft áhrif á heilsu móðurinn-ar heldur einnig á þroska, vöxt og heilsu barnsins til skemmri og lengri tíma. [2][3][4] Mataraeði mismunandi samfélagshópa hefur verið rannsakað hérlendis undanfarin ár. 5,6 Þekkingin hefur meðal annars nýst við stefnumótun í lýðheilsumálum. Mataraeði barnshafandi kvenna hefur verið rannsakað þrisvar sinnum síðastliðin 15 ár. 7-9 Tíðnispurningalisti var notaður til að kanna mataraeði í öllum þessum rannsóknum. Þrátt fyrir að reynslan af notkun slíks spurningalista sé góð í stórum faraldsfraeðilegum rannsókn-um þar sem aetlunin er að flokka einstaklinga í hópa eftir faeðuvali og tengja við heilsufarsþaetti 10-13 hentar þessi aðferðafraeði illa ef markmiðið er að magngreina neyslu matvaela og einstakra naeringarefna. Nákvaem-ar upplýsingar um neyslu matvaelategunda eru meðal annars mikilvaegar við að meta haettu á of mikilli eða lítilli neyslu naeringarefna miðað við ráðleggingar.14 Markmið rannsóknarinnar var að kanna faeðuval og naeringargildi faeðu meðal barnshafandi kvenna á höfuðborgarsvaeðinu, með áherslu á naeringarefni sem er talið að geti tengst fósturþroska. Notuð var vigtuð skráning alls matar og drykkjar sem konurnar neyttu í fjóra samfellda daga, sem er ein nákvaemasta aðferð sem völ er á við könnun á mataraeði einstaklinga.
10Tilgangur: Naeringarástand fyrir og á meðgöngu getur haft áhrif á þroska, vöxt og heilsu barnsins til skemmri og lengri tíma. Markmið rannsóknar-innar var að rannsaka naeringargildi faeðu hjá barnshafandi konum á höfuðborgarsvaeðinu og að kanna hvort mataraeði kvenna í kjörþyngd fyrir þungun vaeri frábrugðið því sem er hjá konum sem voru yfir kjörþyngd. Efniviður/aðferðir: Þátttakendur voru konur á aldrinum 18-40 ára (n=183), sem höfðu búsetu á höfuðborgarsvaeðinu. Mataraeði var kannað með fjögurra daga vigtaðri skráningu í 19.-24. viku meðgöngu (n=98 með líkamsþyngdarstuðull (LÞS) <25 kg/m 2 ); n=46 með LÞS 25-29,9 kg/m 2 og n=39 með LÞS ≥30 kg/m 2 ). Niðurstöður: Einungis 20% kvennanna náðu lágmarksviðmiðum trefjaneyslu sem eru 25 g á dag. Viðbaettur sykur veitti að jafnaði 12% (SF ± 5%) af heildarorku faeðisins. Um fjórðungur kvennanna gaeti hafa átt á haettu að fullnaegja ekki þörf fyrir joð, D-vítamín og DHA (dókósahexen-sýru ). Ofneysla vítamína og steinefna (úr faeði og baetiefnum) sást ekki. Miðgildi neyslu á mjólk og mjólkurvörum (346 g/dag miðað við 258 g/dag, p<0,05), gos-og svaladrykkjum (200 g/dag miðað við 122 g/dag, p<0,05) og kartöfluflögum og poppi (13 g/dag miðað við 0 g/dag, p<0,05) var haerra meðal kvenna með LÞS ≥30 kg/m 2 fyrir þungun heldur en kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun. Ályktanir: Huga þarf betur að faeðuvali kvenna fyrir og á meðgöngu, ekki síst meðal kvenna yfir kjörþyngd. Hluti barnshafandi kvenna fullnaegir ekki þörf fyrir naeringarefni á borð við joð, D-vítamín og...