Hjarta-og aeðasjúkdómar eru meðal algengustu dánarorsaka í heiminum og er meðferðarkostnaður og álag vegna þeirra gríðar-legt innan heilbrigðisþjónustu í Evrópu.1 Vegna þeirrar miklu áhaettu sem fylgir hjartaáföllum og mikilvaegis bráðainngripa til að koma í veg fyrir dauðsföll eða varanlegan skaða, hefur verið brýnt fyrir fólki að leita sér laeknisaðstoðar hið fyrsta fái það skyndilegan brjóstverk.2 Eðli málsins samkvaemt geta brjóstverkir vakið upp ótta, kvíða og aðra vanlíðan og fjölgað komum á bráða-deildir.3 Hjá meirihluta sjúklinga sem leita aðstoðar vegna brjóst-verkja eða óþaeginda fyrir brjósti finnast hins vegar engin merki um hjartasjúkdóm við ítarlega skoðun og rannsóknir, né önnur bráð veikindi sem gaetu skýrt verkinn. Slík tilvik má skilgreina sem ótilgreinda brjóstverki (non-cardiac chest pain).4 Ótilgreindir brjóstverkir geta stafað af margvíslegum vefraenum orsökum á borð við vélindabakflaeði og stoðkerfisverki en einnig af sálraen-um þáttum, eins og kvíða og þunglyndi. 4,5 Algengi ótilgreindra brjóstverkja hefur aukist undanfarin ár 6 en talið er að 50-75% allra koma á hjartabráðamóttökur séu vegna þeirra.5,7 Skráðar voru yfir 5000 bráðakomur á hjartagátt Landspít-Inngangur: Ótilgreindir brjóstverkir eru endurteknir brjóstverkir sem stafa ekki af kransaeðasjúkdómi eða öðrum bráðum veikindum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að 50-75% heimsókna á hjartabráðadeildir séu vegna þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að meta algengi ótilgreindra brjóstverkja á bráðadeildum Landspítala og tengsl þeirra við áfram-haldandi verkjaupplifun, andlega líðan, lífsgaeði, og ánaegju með meðferð. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 390 sjúklingar (18-65 ára) sem komu á Hjartagátt (236) eða bráðamóttöku Landspítala (154) vegna brjóstverkja frá október 2015 fram í maí 2016. Þátttakendur svöruðu stöðl-uðum spurningalistum, einum til átta mánuðum eftir útskrift, um líkamleg einkenni, andlega líðan og lífsgaeði, auk spurninga um áframhaldandi verki og meðferð. Niðurstöður: Alls 72% (283) þátttakenda töldust hafa ótilgreinda brjóst-verki og 24% sjúklinga (91) höfðu greiningu á hjartasjúkdómi. Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki höfðu svipaða byrði líkamlegra einkenna og þunglyndis, en ívið meiri kvíða og streitu en hjartasjúklingar. Jafnt hlutfall hjartasjúklinga og sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki fundu fyrir brjóst-verkjum eftir útskrift, eða 60%. Áframhaldandi brjóstverkir tengdust meiri kvíða (β=0,19, p<0,001) og þunglyndi (β=0,17, p<0,003) meðal sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki, en ekki meðal hjartasjúklinga. Þrjátíu prósent sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki skorti skýrar leiðbeiningar um við-brögð við áframhaldandi verkjum (samanborið við 19% hjartasjúklinga, p<0,05) og einungis 40% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki fengu upplýsingar um aðrar mögulegar orsakir brjóstverkja. Ályktanir: Ótilgreindir brjóstverkir voru algengir meðal sjúklinga á bráða-deildum Landspítala. Meirihluti þeirra sjúklinga hafði áframhaldandi brjóstverki eftir útskrift sem tengdust andlegri vanlíðan, og þriðjungi þ...