“…21 Það kom ekki á óvart að meðgöngutengdir fylgikvillar reyndust einnig fátíðir, með tíðni fyrirburafaeðinga upp á 3% sem er mjög sambaerilegt við erlendar niðurstöður. 11,22,23 Engin fósturlát tengdust gallsteinasjúkdómum á Landspítala en lýst hefur verið allt að 7% tíðni erlendis. 10 Í þeim tilfellum sem gögn um myndgreiningu voru til staðar gengust allar konurnar nema ein undir ómun, sem er sú rannsókn sem hentar einna best í tilfellum þungaðra kvenna, en hún er án geislunar, ódýr og með gott naemi fyrir steinum í gallblöðru.…”