INNGANGURÍ þessari grein höfum við leitast við að taka saman nýjustu upplýs-ingar og rannsóknir um þvagsýrugigt og vonumst til að efnið nýt-ist vel í klínískri vinnu laekna á Íslandi. Gerður er greinarmunur á haekkun þvagsýru í blóði og þvagsýrugigt þótt óneitanlega séu þessir þaettir nátengdir.Þvagsýrugigt er algengasti sjúkdómurinn sem veldur liðbólg-um og hefur möguleika á laekningu. Án meðferðar getur þvag-sýrugigt valdið bráðum og langvinnum liðbólgum, eyðileggingu á liðum og langvinnum verkjavanda. Margir sjúkdómar geta tengst þvagsýrugigt og ástandið getur valdið mikilli skerðingu á lífsgaeðum.1 Faraldsfraeðilegar rannsóknir benda til þess að þvag-sýrugigt sé vanmeðhöndluð og því hefur verið kallað eftir skýrum leiðbeiningum um viðeigandi greiningaraðferðir og meðferð.
2Þvagsýrugigt er allt að fjórfalt algengari meðal karla en kvenna og fer algengi sjúkdómsins vaxandi á heimsvísu.3,4 Á Vesturlönd-um er algengi frá 0,9-2,5% í Evrópu og 4% í Bandaríkjunum, og yfir 7% hjá sjúklingum yfir 65 ára. 5,6 Nýjar rannsóknir hafa komið fram á síðustu árum um tengsl haekkaðrar þvagsýru og þvagsýrugigtar við efnaskiptavillu, hjarta-og aeðasjúkdóma og aukna dánartíðni.2 Því hefur þótt rík ástaeða til að endurskoða evrópskar og bandarískar leiðbeiningar um forvarnir og meðferð þessara þátta.
MEINMYNDUN Haekkun á þvagsýru og þvagsýrugigtÞvagsýrugigt er afleiðing haekkaðrar þvagsýru í blóði sem getur leitt til mónósódíum úrat (MSÚ) kristallaútfellinga, innan og/eða utan liða. Alþjóðleg viðmiðunargildi þvagsýruhaekkunar í blóði eru >400µmol/L fyrir karla en >350µmol/L fyrir konur.7,8 Á ÍslandiÞvagsýrugigt er liðbólgusjúkdómur sem í flestum tilfellum er laeknanlegur en algengi hans á heimsvísu fer vaxandi. Án meðferðar getur sjúkdómur-inn valdið varanlegum liðskemmdum en þrátt fyrir það benda rannsóknir til að vanmeðhöndlun sjúkdómsins sé mikil. Tengsl við lífsstílssjúkdóma á borð við efnaskiptavillu eru ótvíraeð en sjúkdómurinn getur einnig verið fylgikvilli lífshaettulegra sjúkdóma og meðferðar við þeim. Nú liggja fyrir nýlegar leiðbeiningar frá Bandaríkjunum og Evrópu varðandi greiningu og meðferð þvagsýrugigtar, baeði við bráðum liðbólgum sem og langtíma-meðferð. Aukin áhersla er lögð á meðferð til að fyrirbyggja sjúkdóminn, baeði með lífsstílsbreytingum og lyfjameðferð. Mikil áhersla er lögð á að fraeða sjúklinga um sjúkdóminn og tilvist góðra meðferðarúrraeða, hvernig skal bregðast við bráðri liðbólgu og mikilvaegi þess að laekka styrk þvag-sýru í blóði. Þegar sjúklingur greinist með þvagsýrugigt aetti að skima fyrir fylgisjúkdómum. Það er mikilvaegt að setja meðferðarmarkmið þvag-sýrulaekkunar og fylgja þeim með eftirfylgd yfir langan tíma, því þannig er haegt að koma þvagsýrugigt í varanlegt sjúkdómshlé.
Þvagsýrugigt -laeknanleg liðbólgaGuðrún Arna Jóhannsdóttir *1 laeknir, Ólafur Pálsson *1 laeknir, Helgi Jónsson 2,4 laeknir, Björn Guðbjörnsson 3,4 laeknir eru viðmiðunargildin fyrir karla >480µmol/L og fyrir konur >50 ára eru þau >400µmol/L (samkvaemt handbók klínískrar lífefna-fraeðideildar á Landspítala) sem ef ti...