Á undanförnum áratugum hefur orðið mikil breyting í nýgengi kransaeðasjúkdóma á Íslandi. Um og upp úr miðri síðustu öld varð stöðug aukning í sjúkdómnum allt fram undir 1980. Síðan þá hefur verið stöðug laekkun í nýgengi sem endurspeglast í samsvarandi faekkun dauðsfalla vegna kransaeðasjúkdóma á Íslandi.Þessi jákvaeða þróun síðustu áratuga skýrist að mestu leyti af breyttum lífsstíl og aeskilegum áhrifum hans á áhaettuþaetti kransaeðasjúkdóma en einnig af framförum í laeknisfraeðilegri meðferð.1 Þar eru þó blikur á lofti. Áhaettuþaettir sem skýrðu verulegan hluta kransaeðasjúkdóma á síðustu öld, eins og reykingar, hátt kólesteról í blóði og háþrýstingur, hafa verið á undanhaldi. Í staðinn eru til komnir aðrir áhaettuþaettir eins og offita og sykursýki, sem fara stöðugt vaxandi. Allt bendir til þess að þessir nýju áhaettuþaettir muni á naestu áratugum snúa við hinni jákvaeðu þróun og að nýgengi kransaeðasjúkdóma fari vaxandi á ný. Horfur þeirra sem fá kransaeðastíflu hafa batnað mikið á undanförnum áratugum, meðal annars vegna taeknilegra framfara og baettrar lyfjameðferðar.3 Um miðja síðustu öld dó þriðji hver sjúklingur með kransaeðastíflu áður en hann náði að útskrif-ast af sjúkrahúsi en í dag er 30 daga dánarhlutfallið um 6%, sem er sambaerilegt því sem best gerist í heiminum.4-5 Þetta hefur ásamt öðru átt stóran því að hjartasjúklingar lifa lengur með kransaeða-sjúkdóminn en áður og stuðlar það að auknu langlífi þjóðarinn-Kransaeðasjúkdómar hafa verið algengasta dánarorsök Íslendinga frá miðri síðustu öld allt fram undir síðasta áratug. Frá 1980 hefur staða helstu áhaettuþátta kransaeðasjúkdóma farið sífellt batnandi og hefur sú þróun skýrt 72% þeirrar faekkunar sem orðið hefur í ótímabaerum dauðsföllum vegna kransaeðasjúkdóma á síðustu þremur áratugum. Hins vegar hafa vaxandi offita og sykursýki dregið nokkuð úr þeim ávinningi. Verði ekkert að gert má búast við því að dauðsföllum vegna kransaeða-sjúkdóma fari aftur fjölgandi á naestu áratugum. Kemur þar annars vegar til breytt staða helstu áhaettuþátta og hins vegar vaxandi öldrun þjóðarinnar. Á sama tíma hefur lifun eftir hjartaáfall aukist. Afleiðingin verður ekki eingöngu sú að öldruðum fjölgar og þeir verða sífellt staerra hlutfall þjóðarinnar, heldur koma aldraðir til með að lifa með aukna byrði langvinnra sjúkdóma á naestu áratugum. Þetta mun hafa í för með sér verulega aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu. Út frá mannfjöldaspá Hagstofunnar má áaetla að fjöldi Íslendinga á vinnufaerum aldri (16-66 ára) fyrir hvern ellilífeyrisþega (67 ára og eldri) muni laekka úr 5,6 árið 2016 í 3,3 árið 2040 og í 2,6 árið 2060. Í þessari grein veður fjallað nánar um áhrifa-þaetti þessarar þróunar og staða áhaettuþátta kynnt með uppfaerðum tölum fram til ársins 2013.