ur innan 30 daga frá opinni hjartaaðgerð en þar er kvenkyn sér-stakur áhaettuþáttur. 15 Þaer fáu rannsóknir sem hafa borið saman langtímalifun milli kynja eftir kransaeðahjáveitu hafa í flestum tilvikum sýnt lakari horfur kvenna. 8,16,17 Rannsóknum virðist þó ekki bera saman um hvort kvenkyn sé sjálfstaeður áhaettuþáttur síðri lifunar eftir kransaeðahjáveitu, enda þótt nýleg safngreining á 20 rannsóknum hafi bent til þess. 16 Árangur kransaeðahjáveituaðgerða á Íslandi hefur töluvert verið rannsakaður á síðustu árum og hafa vísindagreinar verið birtar úr þessum efnivið. Meðal annars hafa undirhópar sjúklinga, eins og aldraðir, sykursjúkir og sjúklingar sem þjást af offitu, verið teknir fyrir en einnig birtist nýlega rannsókn um langtímaárangur eftir kransaeðahjáveitu. [18][19][20][21] Árangur kransaeðahjáveituaðgerðahjá konum á Íslandi
Á G R I P
InngangurMarkmið þessarar rannsóknar var að bera saman árangur kransaeða-hjáveituaðgerða hjá konum og körlum á Íslandi með áherslu á snemmog síðkomna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun.
Efniviður og aðferðirAfturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransaeðahjáveituaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Embaettis landlaeknis. Fylgikvillum var skipt í snemm-og síðkomna fylgikvilla og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþaetti dauða innan 30 daga og Cox aðhvarfs-greining til að meta forspárþaetti verri langtímalifunar. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár.
NiðurstöðurAf 1755 sjúklingum voru 318 konur (18%). Meðalaldur þeirra var fjórum árum haerri en karla (69 ár á móti 65 árum, p<0,001), þaer höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var haerra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Hlutfall annarra áhaettu-þátta eins og sykursýki var hins vegar sambaerilegt, líkt og útbreiðsla kransaeðasjúkdóms. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga frá aðgerð en munurinn var ekki marktaekur (p=0,08). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, baeði minniháttar (53% á móti 48% p=0,07) og alvarlegra (13% á móti 11%, p=0,2), var sambaerileg. Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borin saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Þá var tíðni síðkominna fylgikvilla sambaerileg hjá konum og körlum 5 árum frá aðgerð (21% á móti 19%, p=0,3). Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstaeður forspárþáttur 30 daga dánartíðni (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né verri lifunar (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42).
ÁlyktunMun faerri konur en karlar gangast undir kransaeðahjáveituaðgerð á Íslandi og eru þaer fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransaeðahjáveitu er góður hjá konum líkt og körlum, en 5 árum eftir aðgerð eru 87% kvenna á lífi.
InngangurKransaeðasjúkdómur er ein helsta dánarorsök Íslendinga, baeði kvenna og karla. 1 Fyrir tíðahvörf er tíðni kransaeðasjúkdóms laegri meðal kvenna og þaer eru að jafnaði allt að áratug eldri en karlar þegar þaer greinast með sjúkdóminn.2 Ástaeðan fyrir þessum mun er ekki að öllu leyti þekkt en er helst rakin...