“…Aðgengi að viðeigandi námi er einnig byggðamál. Þóroddur Bjarnason og félagar hafa sýnt fram á að aðgengi að námi á heimaslóðum, hvort sem það er við menntastofnanir í heimabyggð eða nám sem er stundað í gegnum fjarnám, eykur líkur á að útskrifaðir (háskóla)nemar dvelji áfram í heimabyggð, meðan þeir sem flytja að heiman til að stunda nám flytja síður heim aftur (Þóroddur Bjarnason, 2018;Þóroddur Bjarnason og Brynhildur Þórarinsdóttir, 2018;Þóroddur Bjarnason og Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2017) Í einni meistararitgerð var þjónusta þekkingarseturs, símenntunarmiðstöðvar og framhaldsskóla á landsbyggðinni könnuð, með því að taka viðtöl við fólk sem hafði nýtt sér þjónustu nokkurra stofnana sem vinna náið saman að menntun, fraeðslu og nýsköpunarmálum á Höfn í Hornafirði (Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir, 2014). Af niðurstöðum hennar að daema er ljóst að samþaett þjónusta fjölbreyttra stofnana og fagfólks getur greitt leið fólks sem snýr aftur í nám eftir fjarveru.…”