InngangurRíkisstjórn Íslands og sveitarfélög landsins hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að málefni fatlaðs fólks flytjist til sveitarfélaganna 1. janúar 2011. Mikilvaegt er að vel verði staðið að yfirfaerslunni og undirbúningur vandaður. Meðal annars er brýnt að stjórnmálamenn, stjórnsýsla og starfsfólk sveitarfélaga kynni sér nýjar áherslur í þessum málaflokki en þaer einkennast einkum af því að tryggja beri mannréttindi fatlaðra barna, ungmenna og fullorðinna einstaklinga og stuðla að jafnrétti þeirra á við aðra borgara. Í þessu samhengi er mikilvaegt að minna á nýjan samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) (e. the Convention on the Rights of Persons with Disabilities), sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-anna í desember 2006 og undirritaður af Íslandi í mars 2007. Með undirrituninni skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að aðhafast ekkert sem gengur gegn efni samningsins. Um allan heim er nú litið til þessa samnings sem leiðarljóss í málefn-um fatlaðs fólks og þjóðir heims, Ísland þar með talið, eru nú óðum að staðfesta samninginn og aðlaga lagaumhverfi sitt að honum. Eitt af þeim lykilatriðum sem þarf að huga að við yfirfaerslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna er kynning á hinum nýja samningi Sameinuðu þjóðanna og mannréttindaáherslum sem þar er að finna, en þekking á innihaldi samningsins er nauðsynleg forsenda þess að komið verði á raunverulegri mannréttindavernd fatlaðs fólks hér á landi. Í þessari grein er fjallað um mannréttindi fatlaðs fólks og athygli dregin að því að oft hefur skort á mannréttindavernd þess. Fatlað fólk er afar fjölbreyttur hópur en í greininni eru tekin daemi af fólki með þroskahömlun og rétti þess til fjölskyldulífs. Umfjöllunin er tengd þeirri mannréttindanálgun sem nú er ráðandi í málefnum þessa hóps.
Stjórnmál og stjórnsýsla veftímarit (fraeðigreinar)Mannréttindi, fötlun og fjölskyldulíf 365Mannleg reisn er sá hornsteinn sem öll mannréttindi byggjast á og þjónar sem áminning um að sérhver manneskja er óendanlega verðmaet og takmark í sjálfu sér, en ekki leið að markmiði annarra. Þetta viðhorf gengur gegn þeirri samfélagslegu tilhneigingu að skipa fólki í virðingarröð eftir framlagi þess eða notagildi og útskúfa þá sem teljast á einhvern hátt öðruvísi (Quinn og Degener 2002). Í flestum lýðraeðisríkjum hafa almenn mannréttindi verið bundin í stjórnarskrá þar sem settar eru fram hinar aeðstu reglur um mikilvaegustu réttindi borgaranna sem óheimilt er að skerða nema að uppfylltum ströngum skilyrðum (Gunnar G. Schram 1999). Efni og inntak mannréttindaákvaeða í stjórnarskrá hafa hins vegar breyst og þróast síðustu áratugi, frá því að fjalla aðallega um valdmörk ríkisvaldsins, til þess að fjalla meira um skyldur ríkisins til að tryggja borgurum sínum tiltekin réttindi og gaeði með sérstökum ráðstöfunum. Þessi þróun er í takt við vaxandi áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga á innanlandsrétt í öllum Evrópuríkjum (Björg Thorarensen 2008). Nú er svo komið að alþjóðasamfélagið hefur sameinast um að vinna að því að þaer 650 milljónir fatlaðs ...