ÁgripÍ þessari grein er skoðað hvað einkenni þróun fyrirtaekja í hestamennsku (e. horse industry) á Íslandi og hverjar séu helstu ástaeður þess að hestamennska sem áhugamál eða lífsstíll er þróuð yfir í fyrirtaeki. Auk þess er rýnt í það hver sé þáttur ferðaþjónustu í þróun hestamennsku sem atvinnugreinar á Íslandi. Skoðað er hvernig hestamennska og ferðamennska maetast í fjölþaettri og ört vaxandi atvinnustarfsemi, ekki síst í dreifbýli. Talsverðar rannsóknir eru til um einkenni og þróun lífsstílsfyrirtaekja m.a. í ferðaþjónustu en lítið er um rannsóknir meðal slíkra fyrirtaekja í hestamennsku. Rannsóknin var eigindleg og framkvaemd í gegnum hálfopin viðtöl við 16 rekstraraðila í hestamennsku. Vísbendingar komu fram um að fyrirtaeki í hestamennsku gangi fremur milli kynslóða en ferðaþjónustufyrirtaeki almennt, sem kemur nokkuð á óvart og vekur athygli á mögulegri sérstöðu hestamennsku og hestatengdrar ferðaþjónustu samanborið við önnur form ferðaþjónustu. Tengsl hestamennsku og ferðaþjónustu eru fjölþaett og spanna allt frá því að fyrirtaeki í hestamennsku hafi tekjur sínar eingöngu af ferðaþjónustu yfir í að fyrirtaekin hafi engin bein tengsl við ferðaþjónustu. Leitt er líkum að því að í þeim fyrirtaekjum þar sem ferðaþjónusta hefur ekki bein áhrif innan fyrirtaekjanna sjálfra hafi ferðalög tengd þeim töluverð óbein efnahagsleg áhrif innan ferðaþjónustunnar.
Abstract
This paper deals with what identifies the development of equestrian businesses in Iceland andwhy the lifestyle and hobby of the equestrian business operators was developed into a business or profession. The importance of tourism in this development is also analysed. The paper looks into how the horse industry and the tourism industry are intertwined in a thriving industry of equestrian tourism in Iceland, particularly in rural areas. The research was qualitative and conducted through open ended interviews with 16 operators within the horse industry in Iceland. The findings indicate that it is more likely that horse based businesses, including horse tourism businesses, are to be passed forward to new generations of operators than tourism businesses in general. Relations of the horse industry in one hand and the tourism industry on the other seem to be important. Businesses combining tourism and different kinds of horse based activities seem to be common. The combination varies from horse businesses with no direct relations to tourism to businesses entirely basing their income 1 Höfundur er lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Netfang: inga@holar.is. Ritrýnum og ritstjóra eru faerðar þakkir fyrir uppbyggilega rýni og gagnlegar ábendingar við ritun og frágang greinarinnar.This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 License.