Starfsumhverfi skólastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum, orðið f lóknara og starfið viðameira. Með breyttu starfsumhverfi og auknu álagi er stuðningur í starfi þýðingarmikill. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skólastjóra í grunnskólum til stuðnings við þá í starfi og þörf þeirra á stuðningi. Gögnum í rannsókninni var safnað með spurningalista sem sendur var til allra skólastjóra, 174 alls, og var svarhlutfall 67%.Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að skólastjórar voru óánaegðir með þann stuðning sem var í boði við upphaf ferils þeirra, eingöngu 32% eru ánaegðir með þann stuðning sem þeir fá nú í starfi og 47% þeirra nefndu að þörf fyrir stuðning vaeri fullnaegt að mestu leyti. Flestir nefndu að þeir hefðu fengið mestan stuðning frá fjölskyldu eða vini við upphaf ferils síns og eru niðurstöður svipaðar við núverandi aðstaeður. Skólastjórar voru sammála um að mikilvaegt vaeri að njóta stuðnings í starfi en 95% sögðu það mjög eða frekar mikilvaegt. Flestir töldu að fraeðsluyfirvöld aettu að veita þeim mestan stuðning en einnig kom fram að skólastjórar teldu sig þurfa mestan stuðning við úrlausn erfiðra starfsmannamála og við stefnumótun. Svarhlutfall í rannsókninni var vel viðunandi og dreifing svara yfir landið nokkuð jöfn. Það má því álykta að þá mynd, sem dregin er upp hér, megi að öllum líkindum yfirfaera á skólastjóra í grunnskólum almennt. Af niðurstöðunum má álykta að margir skólastjórar kalli eftir víðtaekari og markvissari stuðningi og þá aðallega frá fraeðsluyfirvöldum.Efnisorð: Skólastjórar, grunnskólar, stuðningur við upphaf starfsferils, stuðningur í starfi
InngangurUndanfarin misseri hafa starfsaðstaeður kennara og álag í starfi verið talsvert í umraeðunni hér á landi. Örar breytingar á starfsumhverfi skólastjóra, svo sem aukið álag á kennara og kennaraskortur, hafa áhrif á skólastjórnendur. Þegar baejar-eða sveitarfélög ráða skólastjóra er aetlast til þess að hann axli fulla ábyrgð á lögbundnum verkefnum frá fyrsta degi, sé faglegur leiðtogi, kynnist skólamenningunni og sinni öllum öðrum verkefnum. Nýr skólastjóri þarf að finna út úr hvernig á að ráða fólk, hverju þarf að skila til launadeildar, hvernig á að samþykkja reikninga og gera stundatöf lur, svo daemi séu tekin um þau fjölmörgu verkefni sem þarf að sinna. Á sama tíma þarf hann að kynnast skólabragnum og starfsfólkinu. Staða nýrra skólastjóra er því ekki ólík því sem Lee (2015) lýsir í rannsókn sinni þar sem nýi skólastjórinn maetir á svaeðið og naestum því allt fyrsta árið fer í að ráða fram úr hlutunum, kynnast skólamenningu og styrk-og veikleikum starfsfólksins.