Inngangur:Liðhlaup í öxl eru algengust stórra liðhlaupa eða um 60%.1 Flest þeirra eru fremri axlarliðhlaup eða 95%, en þau verða oft við áverka á efri útlim í fráfaerslu, útsnúningi og réttu eins og við fall á útrétta hendi.1,2,3 Mörgum aðferðum hefur verið lýst til að rétta axlarliðhlaup. Í yfirlitsgrein frá 2005 er maelt með Milch, Kocher eða Cunningham sem fyrstu meðferð.1 Við réttingu axlarliðhlaupa er oft notast við slaevandi lyf eða gjöf sterkra verkjalyfja til að fá fram vöðvaslökun og verkjastillingu. Rétting liðhlaupa í öxl án slaevingar hefur áður verið reynd með mismunandi aðferðum. 4,5 Einnig er haegt að gefa deyfingu í axlarliðinn en sýnt hefur verið fram á styttri meðferðartíma sjúklings á bráðamóttökunni og faerri fylgikvilla miðað við slaevingu og gjöf verkjalyfja í aeð. 6,7,8 Árið 2003 birti Neil Cunningham bráðalaeknir grein um nýja að-ferð við réttingu axlarliðhlaupa, kennda við hann sjálfan. Aðferðin byggir á þeirri kenningu að öxlin haldist í óeðlilegri stöðu eftir liðhlaup vegna kröftugs samdráttar í lengri sin tvíhöfðavöðvans. Við notkun aðferðarinnar er mikilvaegt að fá sjúkling til að slaka á, því er aðferðin útskýrð í upphafi og sjúklingur upplýstur um að hún aetti að vera sársaukalítil. Best er að láta sjúkling sitja á stól með stuðning við bak. Handleggnum er rólega komið fyrir Inngangur: Í byrjun árs 2013 var laeknum bráðamóttöku Landspítala kennd ný aðferð til réttingar á liðhlaupi í öxl -Cunningham-aðferðin. Byggir hún á þeirri kenningu að höfuð upphandleggs haldist utan liðskálar vegna spennu í löngu sin tvíhöfðavöðva.1,2 Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif innleiðslu aðferðarinnar á árangur réttinga, fjölda tilrauna, dvalartíma á bráðadeild, fjölda slaevinga og verkjalyfjagjöf. Efniviður og aðferðir: Leitað var rafraent að sjúklingum sem komu á bráðamóttöku og fengu greininguna liðhlaup í öxl og/eða meðferðarkóð-ann rétting liðhlaups í öxl fyrir árin 2012 og 2013. Skráður var aldur og kyn sjúklinga, inn-og útskriftartími, aðferðir við réttingu, verkja-og slaevingarlyf gefin og hvort um var að raeða fyrsta liðhlaup. Beitt var lýsandi tölfraeði og t-test eða chi-square notað til að reikna út p-gildi.Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var alls reynt að rétta axlarliðhlaup í 190 tilfellum og tókst rétting í 95% tilvika á bráðamóttöku. Hlutfall sjúk-linga þar sem Cunningham-aðferðinni var beitt haekkaði úr 1% í 27% á milli ára. Meðalfjöldi tilrauna var 1,15 fyrra árið og 1,38 seinna árið (p=0,002). Hlutfall heppnaðra réttinga í fyrstu tilraun laekkaði úr 81,6% í 66% (p=0,016) en rétting tókst á bráðamóttöku í 93,1% og 97,1% tilfella (p=0,305). Meðferðartíminn var svipaður milli ára eða 226 og 219 mínútur (p=0,839). Hlutfall slaevinga laekkaði úr 85,1% í 73,8% (p=0,024) en notkun verkjalyfja var svipuð milli ára eða 70,6% og 69,6% (p=0,843). Ályktun: Innleiðsla Cunningham-aðferðarinnar við réttingu axlarliðhlaupa leiddi til marktaekrar faekkunar á slaevingum en hafði engin áhrif á dvalartíma á bráðadeild eða heildarhlutfall heppnaðra réttinga.