Í þessari grein er sagt frá rannsókn á notkun kennsluaðferðarinnar sérfræðingskápunnar í íslensku skólastarfi. Aðferðin er á sviði leiklistar í kennslu og byggist á því að nám nemenda fari fram í hlutverki sérfræðinga í tilteknu viðfangsefni innan ímyndunarheims. Þannig læra nemendur í gegnum frjálsan ímyndunarleik en fjölmargir fræðimenn telja hann vera náttúrulega leið barna til náms og þroska. Rannsóknin var starfendarannsókn og fór fram haustið 2016. Þátttakendur í rannsókninni voru þrír kennarar og 41 nemandi 2. bekkjar í grunnskóla í Reykjavík. Gagna var aflað með rannsóknardagbók, myndbandsupptökum, samtölum við kennara og viðtölum við nemendur. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig kennsluaðferðin sérfræðingskápan nýtist kennara í starfi og hvaða áhrif það hefur á kennsluhætti hans að greina það nám sem fram fer í skólastofunni þegar nemendur bregða sér í hlutverk í námi sínu.Rannsóknarspaurningin var: Hvernig tekst að nota sérfræðingskápuna í kennslu og hvaða áhrif hefur notkun hennar á kennslu? Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að notkun rannsakenda á sérfræðingskápunni hafi bætt upplifun nemenda af námi. Þá virðist notkun sérfræðingskápunnar geta stuðlað að tilfinningalegri hvatningu í náminu fyrir nemendur. Áhugi nemenda virtist aukast þegar þeir upplifðu spennu í náminu og það jók afköst þeirra. Niðurstöðurnar benda til þess að frekari rannsóknir á notkun sérfræðingskápunnar í íslensku skólastarfi séu æskilegar til þess m.a. að kanna betur áhrif notkunarinnar á námsárangur. Niðurstöðurnar ættu einnig að vera kennurum hvatning til að kynna sér aðferðina og nota hana í eigin kennslu, auka vægi ímyndunarleiks í námi og auka þannig áhuga nemenda á því sem fram fer í skólanum.
No abstract
scite is a Brooklyn-based organization that helps researchers better discover and understand research articles through Smart Citations–citations that display the context of the citation and describe whether the article provides supporting or contrasting evidence. scite is used by students and researchers from around the world and is funded in part by the National Science Foundation and the National Institute on Drug Abuse of the National Institutes of Health.
customersupport@researchsolutions.com
10624 S. Eastern Ave., Ste. A-614
Henderson, NV 89052, USA
This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Copyright © 2025 scite LLC. All rights reserved.
Made with 💙 for researchers
Part of the Research Solutions Family.