4Brottnám á ristli og endaþarmi er mikilvaegur þáttur í með-ferð á sáraristilbólgu. Ábendingar fyrir bráðaaðgerð eru oftast bráð ristil bólga sem ekki raeðst við með lyfjum og sjaldnar rof á ristli eða blaeðingar. Ábendingar fyrir valaðgerðum eru skortur á svörun við lyfjameðferð, krabbamein eða krabbameinsáhaetta, þrenging á görn, fylgisjúkdómar utan garnarinnar og þegar börn þrífast ekki. 5,6 Líkur á þörf fyrir ristilbrottnám eru 31% laegri meðal þeirra sem hafa verið meðhöndlaðir með infliximab en með cyclosporíni. Hlutfall sjúklinga sem fer í ristilbrottnám er haerra í fyrsta "kasti" en síðari "köstum" (17,2% á móti 10,6%). Alvarleiki ristilbólgu og aldur eru mikilvaegir forspárþaettir fyrir ristilbrottnám.
7Hlutfall sjúklinga með sáraristilbólgu sem þarf á aðgerð að halda einu, 5 og 10 árum eftir greiningu var 4,9%, 11,6% og 15,6% árin 1955-70 og hefur farið laekkandi síðustu 6 áratugi. Meðal sjúk-linga sem greindust árin 2000-2010 var hlutfallið eftir eitt og 5 ár Tilgangur: Þónokkur hluti sjúklinga með sáraristilbólgu fer í ristilbrottnám. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lífsgaeði þessara sjúklinga eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með sáraristilbólgu sem fóru í ristilbrottnám á Landspítala eða Sjúkrahúsi Akureyrar á árunum 1995-2009 og voru á lífi í upphafi rannsóknar voru í úrtakinu. 106 sjúklingar fengu senda þrjá spurningalista. SF-36v2 og EORCT QLQ-CR29 eru staðlaðir lífsgaeða listar þar sem spurt er um almennt viðhorf til heilsu og um einkenni frá endaþarmi eða stóma. Þriðji listinn innihélt starfraenar spurningar hannaðar af rannsóknaraðilum. Niðurstöður: Svör bárust frá 83 (78%), 45 körlum (54%) og 38 konum (46%). Meðalaldur við aðgerð var 45 ár (10-91 ár). Fjörutíu og fjórir (53%) höfðu garnarauf, 28 (34%) innri garnapoka (IPAA) og 11 (13%) tengingu mjógirnis í endaþarm. Hjá sjúklingum þar sem endaþarmur var fjarlaegður lýstu 37% breytingum á þvaglátum og 46% á kynlífi eftir aðgerð. 75% svarenda með innri garnapoka lýstu haegðaleka en hann var vaegur samkvaemt Wexner-skala hjá 83% þeirra. Enginn munur var á lífsgaeðum þátttakenda og almenns þýðis samkvaemt SF-36v2. Sjúklingar höfðu litlar áhyggjur af heilsu, líkamsímynd eða þyngd og höfðu aðeins mild einkenni samkvaemt EORTC QLQ-CR29. Ályktanir: Algengt var að breytingar yrðu á þvaglátum og kynlífi eftir aðgerð þegar endaþarmur var fjarlaegður. Haegðaleki hjá þeim sem fengu innri garnapoka virtist mun algengari en búist var við. Ekki var marktaekur munur á lífsgaeðum þeirra sem höfðu farið í aðgerð og almenns þýðis. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvaegar þegar verið er að upplýsa sjúklinga um aðgerðarmöguleika þar sem brottnám á ristli eða það að hafa stóma virðist ekki skerða lífsgaeði.
Á G R I P2,3% og 7,6%.8 Aðalaðgerðin vegna sáraristilbólgu er brottnám á ristli og endaþarmi með endagarnarauf. Stómapokinn getur verið óþaegilegur og hindrað þá sem þurfa að hafa hann. Breytingar á meðferðinni hafa því miðast við það að losa sjúklinga við stóma-pokann. Ef endaþarmurinn er ekki sjúkur er haegt að skilja hann eftir og...