InngangurÍgerð í heila er staðbundin sýking. Fyrst verður til afmörkuð heilabólga sem þróast svo á um tveimur vikum yfir í dauðan vef og samansafn af greftri sem afmarkast af vel blóðnaerðu hýði. Algengasta orsök heilaígerðar í gegnum tíðina hefur verið dreifing sýkingar frá nálaegum stöðum á höfuðsvaeði (eyrum, skútum eða tönnum) til heilans. Tíðni þessara ígerða hefur minnkað til muna, líklega vegna aukinnar sýklalyfjameðferðar. Aðrar ástaeð ur eru blóðbornar sýkingar og sýkingar eftir opinn höfuðáverka eða heilaskurðaðgerð. Allt að 30% heilaígerða eru af óþekktum orsökum þar sem upprunalegur sýkingastaður finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. 1,2 Þó að heilaígerð hafi verið þekkt frá tímum Hippókratesar var fyrsta þekkta skurðaðgerðin við sjúkdómnum framkvaemd árið 1752, af franska skurðlaekninum S.F. Morand. 3 Á hann að hafa með góðum árangri taemt út heilaígerð í gagnaugablaði (temporal lobe) sem sprottin var frá sáldbeinsskúta (ethmoidal sinus). Árið 1893 gaf breski skurðlaeknirinn William Macewen út bók sína Pyogenic Infectious Disease of the Brain and Spinal Cord. Meningitis, Abscess of the Brain, Infective Sinus Thrombosis. 3,4 Þar maelti hann með opinni skurðaðgerð við heilaígerð auk hreinsunar á undirliggjandi sýkingu í skútum. Árið 1918 setti breski laeknirinn Warrington fram kenninguna um að heilaígerðir aettu sér annaðhvort rót í sýkingu frá aðlaegum stöðum á höfuðsvaeði eða frá blóðrásinni. 5 Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar voru settar fram mismunandi aðgerðarmöguleikar við heilaígerð, eins og útsog (aspiration) og skjóðuaðgerð (marsupialization). Síðar varð opin heilaaðgerð, þar sem stefnt var að því að taema ígerðina í heilu lagi (enucleation), viðtekin meðferð. 6,7 Árið 1971 kynntu Heineman og samstarfsmenn hans fyrstu tilfellin þar sem tekist hafði að laekna heilaígerð með sýklalyfjum einum saman. 8 Eigi að síður var 1 Taugadeild Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 2 smitsjúkdómadeild Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 3 taugaskurðdeild Landspítala Heilaígerð er lífshaettulegur sjúkdómur sem krefst skjótrar greiningar og meðferðar. Á undanförnum áratugum hafa horfurnar batnað til muna og dánartíðni laekkað úr 50% í 10%. Þessi þróun endurspeglar baetta myndgreiningu, skurðtaekni og sýklalyfjameðferð. Ígerð í heila er staðbundin sýking. Fyrst verður til afmörkuð heilabólga sem þróast á tveimur vikum yfir í dauðan vef og samansafn af greftri sem afmarkast af vel blóðnaerðu hýði. Sýkingin sem veldur ígerðinni getur borist inn í heilavefinn eftir þremur ólíkum leiðum. Í fyrsta lagi bein dreifing sýkingar frá afholum nefs, tönnum, miðeyra eða stikilbeini. Í öðru lagi blóðborin orsök þar sem sýking hefur dreift sér frá fjarlaegum stað til heilans með tilflutningi blóðs. Í þriðja lagi í kjölfar heilaaðgerðar eða höfuðáverka þar sem rof verður á heilakúpunni. Allt að 30% heilaígerða eru af óþekktum orsökum þar sem upprunalegur sýkingarstaður finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Algengustu einkennin eru versnandi höfuðverkur og staðbundin taugaeinkenni. Flog koma fram hjá 25-50%. Meðfer...