The aim of this paper is to distinguish between different roles of boards of directors in companies and to fit the theoretical debate into a framework for better understanding. A simple framework, constructed from the literature, is used to distinguish between the archetypes of roles from a two-dimensional perspective. The paper includes a preliminary qualitative study of Icelandic companies with the aim of testing the framework and exploring the roles of boards in Iceland. The study shows that boards have various roles or patterns of roles and that the roles can change with change of circumstances. Copyright Blackwell Publishing Ltd 2005.
Einn mest áberandi þáttur í góðum stjórnarháttum síðustu tvo áratugina hefur verið endurskoðunarnefnd, sem fer með hluta af störfum sem stjórn hafði áður á sínu borði. Endurskoðunarnefnd er m.a. ætlað það hlutverk að auka traust almennings á fjárhagslegum upplýsingum á almennum fjármagnsmarkaði. Gagnsæi og traust eykst ekki sjálfkrafa. Vandaðir og heiðarlegir starfshættir eru nauðsynlegir til þess að öðlast traust haghafa. Rannsókn þessi felur í sér spurninguna um hvort að endurskoðunarnefndir auki gagnsæi og traust á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja. Greinin byggir á tveimur könnunum, annars vegar frá 2016 þar sem nefndarmenn endurskoðunarnefnda í einingum tengdum almannahagsmunum voru þátttakendur og hins vegar frá 2018 þar sem ytri endurskoðendur voru þátttakendur. Í greininni er fjallað um afstöðu og álit þátttakenda varðandi tilkomu endurskoðunarnefnda gagnvart gagnsæi og trausti m.t.t. fjárhagsupplýsinga. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi. Tilgátur voru settar fram um hvað væri álit og afstaða hópanna varðandi tilkomu endurskoðunarnefnda. Niðurstöður eru m.a. að meirihluti nefndarmanna og ytri endurskoðendur telja að bæði gagnsæi og traust hafi aukist með vinnuframlagi nefndarmanna í endurskoðunarnefndum. Það vekur þó athygli í rannsókninni að niðurstaðan er ekki eins afgerandi og ætla hefði mátt, þ.e. stór hópur bæði nefndarmanna og ytri endurskoðenda telur að tilkoma endurskoðunarnefnda hafi ekki aukið gagnsæi og traust m.t.t. fjárhagsupplýsinga. Sú niðurstaða kallar á frekari rannsóknir, t.d. með því að spyrja fleiri hagaðila um álit þeirra á endurskoðunarnefndum og hlutverki þeirra í að auka gagnsæi og traust. Þetta kallar enn fremur á rannsóknir sem miða að því að meta markvirkni endurskoðunarnefnda í stjórnarháttarkerfi fyrirtækja tengdum almannahagsmunum.
scite is a Brooklyn-based organization that helps researchers better discover and understand research articles through Smart Citations–citations that display the context of the citation and describe whether the article provides supporting or contrasting evidence. scite is used by students and researchers from around the world and is funded in part by the National Science Foundation and the National Institute on Drug Abuse of the National Institutes of Health.