Slagaeðaleggir eru notaðir hjá meirihluta sjúklinga sem leggjast inn á gjörgaesludeildir. Þeir gefa mikilvaegar rauntímaupplýsingar um blóðþrýsting, vökvaástand og auðvelda til muna blóðsýnatökur úr slagaeð. Leggjunum er oftast komið fyrir í sveifarslagaeð (a. radialis), sjaldnar í ölnarslagaeð (a. ulnaris) en aðrar aeðar eru einnig notaðar. Maelt er með notkun slagaeðaleggja hjá öllum sjúklingum með sýklasótt sem krefjast notkunar aeðavirkra lyfja. 1 Fylgikvillar eru fátíðir og oftast minniháttar og eru þeir algengustu tímabundin blóðþurrð sem kemur fyrir í um fimmtungi tilfella, blóðgúll á stungustað eða sýndargúlpur (pseudoaneurysm) sem kemur sjaldnar fyrir. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýklasótt eða varanlegur blóðþurrðarskaði eru mjög sjaldgaefir og koma fyrir í undir 0,15% og 0,10% tilfella. 2 Fáar rannsóknir eru til varðandi meðferð og meðferðarmöguleika sem í boði eru vegna þess hversu sjaldgaefur þessi fylgikvilli er. Hér er lýst tilfelli þar sem sjúklingur hlaut drep í fingur eftir alvarleg veikindi og endurtekna ísetningu slagaeðaleggja og þeirri meðferð sem beitt var vegna þess.
TilfelliTaeplega 60 ára konu var vísað til Landspítala frá annarri heilbrigðisstofnun vegna bráðra kviðverkja og lostástands. Hún var með sögu um langvinna lungnateppu, reykingar og stoðkerfisverki sem meðhöndlaðir voru með bólgueyðandi lyfjum. Við frekari uppvinnslu kom í ljós rof á skeifugörn og því var sjúklingurinn tekinn til bráðrar kviðsjáraðgerðar. Í aðgerðinni var sjúklingurinn með óstöðug lífsmörk og þurfti verulegan stuðning aeðavirkra lyfja. Skeifugarnarsárinu var lokað með einstaka saumum, lögð netja (omentum) yfir sárið og lagður keri í kviðarhol á aðgerðarsvaeði. Eftir aðgerðina fluttist sjúklingurinn á gjörgaeslu og þurfti áfram mikinn aeðavirkan stuðning með baeði noradrenalíni og vasopressíni. Þremur dögum eftir aðgerðina fékk sjúklingur brátt hjartadrep með sleglahraðtakti, ST-haekkunum á hjartalínuriti og haekkun á hjartaensímum í blóði. Í ljósi lostástands og viðkvaems ástands í kviðarholi var í samráði við gjörgaeslulaekna, skurðlaekna og hjartalaekna ákveðið að meðhöndla hjartadrepið með lágmarksblóðþynningu. Því var hafin meðferð með blóðflöguhemli (asetýlsalicýlsýru), léttheparíni (enoxaparini) og beta-blokkum (metoprololi). Sama dag gekkst sjúklingur undir enduraðgerð vegna leka frá fyrri viðgerð, þá var lagður nýr keri og stoðneti komið fyrir með magaspeglunartaeki til að þétta viðgerðina. Naestu daga voru lífsmörk óstöðug og þurfti áfram umtalsverðan stuðning aeðavirkra lyfja.AEðaaðgangur var erfiður frá upphafi innlagnar og margsinnis þurfti að skipta um baeði bláaeða-og slagaeðaleggi og þurfti tímabundið að notast við sérstaka slagaeðaleggi sem eru umtalsvert lengri (20G, 12cm) en hefðbundnir leggir (20G, 4,5cm). Settir voru slagaeðaleggir ómstýrt í baeði ölnarslagaeð og sveifarslagaeð vinstri handar með stuttu millibili og einnig í sömu slagaeðar haegri handar. Ekki liggur fyrir nákvaemlega hversu oft var skipt um slagaeðaleggi eða staðsetning þeirra en flestir þeirra haettu að virka eftir einn...